Saga Fiskidagsins mikla 2001-2020, Flýgur tvítug fiskisaga, fæst nú í sjö verslunum Pennans-Eymundssonar og kostar 4.999 krónur. Þar fá kaupendur mikið fyrir lítið og upplagt lesefni á þorranum!
Morgunblaðið fjallar um þrenninguna okkar á heilli siðu laugardaginn 19. desember og ýmislegt tengt útgáfunni. Þar er allt sagt sem segja þarf og meira til!
Tvær af þremur bókum sem Svarfdælasýsl forlag sf. gefur út á árinu 2020, ólíkar að öllu leyti en umfjöllunarefnin eiga það sameiginlegt að vera afskaplega forvitnileg og báðar eru bækurnar sérlega vandaðir prentgripir. Báðar eru fáanlegar í flestum verslunum Pennans-Eymundssons.
„Ég á Pétri Péturssyni afskaplega margt gott að unna. Hann réði mig til starfa hjá Innkaupastofnun ríkisins þegar hann var forstjóri þar og síðan átti fyrir mér að liggja að taka við forstjórastarfinu og gegna því í 28 ár,“ sagði Ásgeir Jóhannesson þegar hann tók við ævisögunni Lífshlaup athafnamanns í dag.
Stoltur höfundur með glæsilega bók sína og við hjá Svarfdælasýsli forlagi erum býsna stolt líka yfir okkar hlut!
Út er komin hjá Svarfdælasýsli forlagi bókin Lífshlaup athafnamanns, ævisaga Péturs Péturssonar, fyrrverandi alþingismanns og athafnamanns frá Mýrdal, eftir son hans, Magnús Pétursson fyrrverandi ráðuneytisstjóra, forstjóra Landspítala og ríkissáttasemjara.
Stór stund þegar tekið er við bók úr prentun. Nýrri bók Svarfdælasýsls forlags, Lífshlaupi athafnamanns, eftir Magnús Pétursson, var landað með viðhöfn á hlaðinu heima hjá höfundi í Silungakvísl í Reykjavík. Hafist var handa við að undirbúa dreifingu í bókaverslanir Pennans-Eymundsson á höfuðborgarsvæðinu, á Akureyri og víðar og í Skagfirðingabúð á Sauðárkróki.
Fyrirhugað útgáfuteiti í Nauthóli var blásið af vegna veirufársins. Það var auðvitað mikil synd en nauðsynleg og eðlileg ráðstöfun.
Atli Rúnar Halldórsson, umsjónarmaður útgáfunnar af hálfu Svarfdælasýsls forlags, og Magnús Pétursson, höfundur bókarinnar, spæna plast utan af sendingunni úr prentsmiðjunni. Spenna magnaðist …