Heimsendingarþjónusta á Blönduósi

kristinOskInga Dóra Halldórsdóttir staldraði við á Blönduósi í gær og færði Kristínu Ósk Bjarnadóttur bók á leið sinni til Akureyrar. Þannig reynum við að kaupendum Svarfdælasýsls varninginn heim ef því verður við komið með góðu móti.

Viðskiptavinurinn í þetta sinn, Kristín Ósk, er af Göngustaðaætt, dóttir Olgu Jónsdóttur og Bjarna Jónasar Jónssonar og dótturdóttir Rannveigar Þórsdóttur og Jóns Guðmundssonar, fyrrverandi bænda á Hámundarstöðum á Árskógsströnd.

Rannveig, amma Kristínar Óskar (f. 17. janúar 1929, d. 13. febrúar 2000) kemur við sögu í kaflanum um Göngustaðaættina í Svarfdælasýsli. Hún var fædd á Bakka í Svarfaðardal, dóttir Engilsráðar Sigurðardóttur og Þórs Vilhjálmssonar, en ólst upp hjá Steinunni móðursystur sinni og Valdimar Júlíussyni á Göngustöðum.

Björk Hólm selur Svarfdælasýsl á Dalvík

„Ég finn fyrir miklum áhuga og geri ráð fyrir að margir heimamenn líti inn næstu daga og útvegi sér bókina til að fá gott efni í harðan jólapakka. Það er ekki eftir neinu að bíða, jólin eru handan við hornið!“ segir Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður Bókasafns Dalvíkurbyggðar í menningarhúsinu Bergi. Lesa meira

Dalbæingar fá Svarfdælasýsl

Jóhann Ólafur Halldórsson færði Dalbæ, heimili aldraðra á Dalvík, áritaða bók í dag með kærri kveðju frá útgefendum. Bjarnveig Ingvadóttir hjúkrunarforstjóri tók við gjöfinni og kvaðst gera það með mikilli ánægju, enda væri Svarfdælasýsl einmitt á óskalista yfir jólagjafir heimilisins í ár! Lesa meira