Bókarheimsókn til Ásgeirs Jóh. í Sunnuhlíð

„Ég á Pétri Péturssyni afskaplega margt gott að unna. Hann réði mig til starfa hjá Innkaupastofnun ríkisins þegar hann var forstjóri þar og síðan átti fyrir mér að liggja að taka við forstjórastarfinu og gegna því í 28 ár,“ sagði Ásgeir Jóhannesson þegar hann tók við ævisögunni Lífshlaup athafnamanns í dag.

Dagstund yfir kaffibolla í Sunnuhlíð í Kópavogi jafnaðist á við námsbraut í stjórnmálafræði aldarinnar sem leið. Ásgeir veit margt sem gerðist á bak við tjöldin sem skýrir óvænta atburðarás framan við tjöldin. Tíminn leið fljótt.

„Pétur var duglegur og útsjónarsamur við að reisa við fyrirtæki sem ríkið fékk í fangið hangandi á horriminni. Álafoss er eitt dæmi, Norðurstjarnan annað.

Jóhannes Nordal seðlabankastjóri og Magnús Jónsson fjármálaráðherra frá Mel treystu honum vel til slíkra verka eftir að hafa kynnst því hverju hann fékk áorkað og fengu hann í hvert verkefnið á fætur öðru.

Jóhannes og Magnús fengu hann sömuleiðis til að fara í Kísiliðjuna í Mývatnssveit og stýra henni þegar fyrirtækið var sett á laggir.

Við Pétur héldum alltaf vinskap. Hann var í blaðstjórn Alþýðublaðsins, málgagns Alþýðuflokksins. Guðmundur Í. Guðmundsson var formaður blaðstjórnar og þriðji maður var Baldur Eyþórsson í Odda. Þegar ég hafði starfað Innkaupastofnun í fjögur eða fimm ár kallaði Pétur mig til fundar við sig og spurði hvort ég væri til í að gerast framkvæmdastjóri Alþýðublaðsins í eitt ár. Ég gerði það en framkvæmdastjórnartíminn á blaðinu varði reyndar í tvö ár. Síðara árið vann ég hjá Innkaupastofnun en annaðist rekstur Alþýðublaðsins á kvöldin og um helgar!“

Ásgeir Jóhannesson var á sínum tíma formaður Sunnuhlíðarsamtakanna sem lyftu Grettistaki í húsnæðismálum eldri borgara í Kópavogi með því að reisa glæsileg hús með íbúðum, hjúkrunarheimili, dagvistum barna starfsfólks og þjónustumiðstöð. Hann skráði bók um Sunnuhlíðarævintýrið 1979-1999. Sögufélag Kópavogs gaf bókina út fyrr á þessu ári.

Útstilling í Austurstræti í dag.
Útstilling í Kringlunni suður.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s