Ný bók um lífshlaup Péturs Péturssonar alþingismanns

Stoltur höfundur með glæsilega bók sína og við hjá Svarfdælasýsli forlagi erum býsna stolt líka yfir okkar hlut!

Út er komin hjá Svarfdælasýsli forlagi bókin Lífshlaup athafnamanns, ævisaga Péturs Péturssonar, fyrrverandi alþingismanns og athafnamanns frá Mýrdal, eftir son hans, Magnús Pétursson fyrrverandi ráðuneytisstjóra, forstjóra Landspítala og ríkissáttasemjara.

Pétur Pétursson kom víða við í athafna – og stjórnmálalífi landsmanna á öldinni sem leið. Saga hans er því bæði áhugaverður og litríkur samtímaspegill á miklum umbrota og framfaratímum.

Hann sat á Alþingi fyrir Alþýðuflokkinn og kom líka víða við sögu í athafnalífinu. Hann starfaði fyrst í Landssmiðjunni, tók þátt í viðræðum um viðskipti Íslendinga við stjórnvöld ríkja í Austur-Evrópu, var forstjóri Innkaupastofnunar ríkisins, framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar, Álafoss og Norðurstjörnunnar, starfsmannastjóri við Sigölduvirkjun.

Þá var Pétur mjög liðtækur við að endurskipuleggja atvinnurekstur sem gekk illa og gárungar fóru þá að kalla hann „afréttara fyrirtækja“!

Enn má nefna að Pétur var einn útgefenda tímaritsins Stjörnur þar sem fjallað var um bíómyndir og kvikmyndaleikara.

Magnús tileinkar bókina Pétri Óla bróður sínum. Þeir ólust upp á Vindheimum í Skagafirði eftir skilnað foreldra sinna í Reykjavík og í bókinni er meðal annars fjallað um uppvaxtarár bræðranna á Vindheimum í máli og myndum.

  • Lífshlaup athafnamanns er liðlega 400 blaðsíður að stærð, prýdd fjölda ljósmynda sem ekki hafa birst fyrr opinberlega.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s