Fiskidagsbókin fæst nú í mörgum verslunum Pennans-Eymundssonar

Saga Fiskidagsins mikla 2001-2020, Flýgur tvítug fiskisaga, fæst nú í sjö verslunum Pennans-Eymundssonar og kostar 4.999 krónur. Þar fá kaupendur mikið fyrir lítið og upplagt lesefni á þorranum!

Útsölustaðirnir eru eftirtaldir:

  • Austurstræti
  • Kringlan
  • Mjódd
  • Smáralind
  • Hafnarfjörður
  • Akureyri
  • Vestmannaeyjar

Þá ef því við að bæta að við höfum umboðsmann í Dalvíkurbyggð: Friðrik Friðriksson í Laugagerði í Svarfaðardal. Hann er með símanúmerið 893 1177 og tölvupóstfangið ffmj@internet.is.

Svarfdælasýsl forlag sf. er útgefandi bókarinnar og hún er þannig kynnt á vef Pennans-Eymundssonar!

Fiskidagurinn mikli á Dalvík er mannfagnaður sem á sér enga hliðstæðu. Samkoman féll niður vegna veirufaraldurs sumarið 2020 þegar fagna skyldi 20 ára afmæli hennar og óvissa ríkir um hvað gerist núna 2021.

Í millitíðinni er hægt að fylla í skarðið að hluta með nýrri bók, Flýgur tvítug fiskisaga, eftir Atla Rúnar Halldórsson blaðamann. Þar er saga Fiskidagsins rakin í máli og fjölda mynda á 236 blaðsíðum í glæsilegum prentgrip í stóru broti.

Bókin kemur vissulega ekki í staðinn fyrir sjálfa samkomuna en með henni er auðveldlega hægt að lifa sig inn í andrúmsloftið, skemmtunina, mannlífið og vináttuna.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s