Beckmann og Lífshlaup athafnamanns

Tvær af þremur bókum sem Svarfdælasýsl forlag sf. gefur út á árinu 2020, ólíkar að öllu leyti en umfjöllunarefnin eiga það sameiginlegt að vera afskaplega forvitnileg og báðar eru bækurnar sérlega vandaðir prentgripir. Báðar eru fáanlegar í flestum verslunum Pennans-Eymundssons.

Höfundur Lífshlaups athafnamanns er Magnús Pétursson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, forstjóri Landspítala og ríkissáttasemjari. Hann skrifar hér ævisögu föður síns, Péturs Péturssonar fyrrverandi alþingismanns Alþýðuflokksins og athafnamanns á öldinni sem leið.

Pétur kom víða við sögu í þjóðlífinu. Hann starfaði í Landssmiðjunni, tók þátt í viðræðum um viðskipti Íslendinga við stjórnvöld Austur-Evrópuríkja, var forstjóri Innkaupastofnunar ríkisins, framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar, Álafoss og Norðurstjörnunnar, starfsmannastjóri við Sigölduvirkjun og liðtækur við að endurskipuleggja rekstur illa staddra fyrirtækja. Vegna þess síðarnefnda kölluðu gárungar hann stundum „afréttara fyrirtækja“!

Þetta er líka áhrifarík fjölskyldusaga. Magnús tileinkar bókina Pétri Óla bróður sínum og athafnamanni í Pétursborg í Rússlandi. Þeir ólust upp á Vindheimum í Skagafirði eftir skilnað foreldra sinna og í bókinni eru birt sendibréf sem fóru á milli þeirra feðga á æskuárum bræðranna.

Beckmann er saga tréskurðarmeistarans Wilhelms Ernst Beckmanns sem kom til Íslands 26 ára flóttamaður undan nasistum í Þýskalandi, settist hér að, stofnaði fjölskyldu og starfaði við listsköpun af margvíslegu tagi fram undir hið síðasta. Hann lést á Vífilstöðum 1965.

Beckmann var að ýmsu leyti einfari og þrátt fyrir að hann hafi skilið eftir sig skírnarfonta, altaristöflur og fleiri muni í að minnsta kosti 14 kirkjum hérlendis, unnið við húsgagnaframleiðslu og gert margvíslega nytjahluti, myndir og listaverk, þekktu afskaplega fáir til hans áður en þessi bók kom út í september 2020! Ætli þekktasta verk Beckmanns sé ekki merki Hótels Borgar í Reykjavík frá 1946. Hótelið á hrós skilið fyrir að nota merkið óbreytt enn þann dag í dag en hvergi í gögnum hótelsins var að finna stafkrók um hver væri höfundur og hönnuður merkisins.

Bókin Beckmann var gefin út í hófi sem Stofnun Wilhelms Beckmanns efndi til í safnaðarheimili Kópavogs. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, var þar mættur og kvaðst ekki hafa vitað af Wilhelm Beckmann fyrr en hann hefði fengið nýju bókina í hendur.

Hér eru myndir sem Hreinn Magnússon súperljósmyndari tók í útgáfuteitinu og með fylgja myndir af nokkrum gripum eftir Beckmann og pólitísk veggblöð sem hann bjó til handa Alþýðuflokknum til að nota í kosningum fyrir síðari heimsstyrjöld og á meðan á henni stóð.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s