Stór stund þegar tekið er við bók úr prentun. Nýrri bók Svarfdælasýsls forlags, Lífshlaupi athafnamanns, eftir Magnús Pétursson, var landað með viðhöfn á hlaðinu heima hjá höfundi í Silungakvísl í Reykjavík. Hafist var handa við að undirbúa dreifingu í bókaverslanir Pennans-Eymundsson á höfuðborgarsvæðinu, á Akureyri og víðar og í Skagfirðingabúð á Sauðárkróki.
Fyrirhugað útgáfuteiti í Nauthóli var blásið af vegna veirufársins. Það var auðvitað mikil synd en nauðsynleg og eðlileg ráðstöfun.


