Dalbæingar fá Svarfdælasýsl

Jóhann Ólafur Halldórsson færði Dalbæ, heimili aldraðra á Dalvík, áritaða bók í dag með kærri kveðju frá útgefendum. Bjarnveig Ingvadóttir hjúkrunarforstjóri tók við gjöfinni og kvaðst gera það með mikilli ánægju, enda væri Svarfdælasýsl einmitt á óskalista yfir jólagjafir heimilisins í ár!

Við vitum að nokkrir íbúar á Dalbæ höfðu áður orðið sér úti um bókina eða fengið hana að gjöf. Aðstandendur sumra þeirra hafa reyndar látið vita af því að ekki hafi verið auðvelt að ná sambandi við þessa ættingja sína fyrstu dagana eftir að þeir fengu Svarfdælasýsl í hendur. Mönnum hætti til að gleyma stund og stað við lesturinn. Það þykir okkur vera hin bestu meðmæli!

Við sendum sveitungum okkar á Dalbæ, bæði heimilisfólki og starfsmönnum, kærar kveðjur með ósk um gleðileg jól og gæfuríkt nýtt ár.

bjarnveig2

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s