Björk Hólm selur Svarfdælasýsl á Dalvík

„Ég finn fyrir miklum áhuga og geri ráð fyrir að margir heimamenn líti inn næstu daga og útvegi sér bókina til að fá gott efni í harðan jólapakka. Það er ekki eftir neinu að bíða, jólin eru handan við hornið!“ segir Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður Bókasafns Dalvíkurbyggðar í menningarhúsinu Bergi.

Svarfdælasýsl er sem sagt selt í Bergi. Þar er ýmislegt fleira að finna tengt héraðinu, til dæmis nýútkomin disk Helgu Bryndísar Magnúsdóttur píanóleikara með verkum eftir Robert Schumann. Útgefandi er Tónlistarfélag Dalvíkur.

Diskur Aspar Eldjárn á Tjörn, Tales from a poplar tree, fæst þarna líka; bók Árna Daníels Júlíussonar sagnfræðings frá Syðra-Garðshorni, Miðaldir í skuggsjá Svarfaðardals, sömuleiðis; Fiskidagstónleikar á DVD; eftirprentanir af málverkum eftir Brimar Sigurjónsson frá Jaðri; heimildamyndin Brotið eftir Hauk Sigvaldason & Co og ábyggilega enn fleira úr svarfdælskum ranni.

Og svo fæst þarna Saga Dalvíkur, öll fjögur bindin, fyrir svo fáar krónur að tekur ekki að nefna upphæðina en þetta er eindregin vísbending um að verðstöðvun hafi ríkt í bókasafninu í nokkra áratugi. Enda er þetta SAFN að upplagi en ekki verslun og þá gilda önnur lögmál í viðskiptum en ella.

Björk Hólm var svo elskuleg að taka Svarfdælasýsl í umboðssölu í bókasafninu og þökk sé henni fyrir það. Okkur Jarðbrúarsystkinum þykir alveg sérstaklega notalegt að eiga samskipti við hana, sjálfa Jarðbrúarkonuna.

Nefnilega! Foreldrar hennar búa gamla ættaróðalinu okkar, Jarðbrú, og afi hennar og amma sömuleiðis.

Við erum í sama liði.

25435266_10215451800876327_187202332_o (1) 2 copy

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s