Guðni Th, Barðstrendingar og Svarfdælasýsl

Mjög notaleg og skemmtileg síðdegisstund á jólasamkomu Barðstrendingafélagsins í Reykjavík í dag. Heiðursgesturinn var forseti vor, Guðni Th. Jóhannesson og Atla Rúnari Halldórssyni var boðið að kynna bókina Svarfdælasýsl.

Jóhannes, faðir Guðna Th., var Barðstrendingur. Forsetinn var því í raun á heimavelli og flutti áhugavert ávarp um forfeður sína sem hann kvaðst velta fyrir sér að vinna frekar að með útgáfu í huga síðar. Vonandi gefst honum tóm til þess nú þegar ríkisstjórn er komin laggir!

Atli Rúnar uppgötvaði þarna að Barðstrendingar og Svarfdælingar eiga í það minnsta eitt sameiginlegt og það ekki lítið. Hvorir um sig útveguðu þjóðinni öndvegis forseta, Kristján Eldjárn 1968 og Guðna 2016!

Samkoman stóð yfir í nær tvær klukkustundir. Þarna var lesið upp, skrafað, smákökur  ótal tegunda borðaðar, drukkið súkkulaði með rjóma og sunginn sálmurinn Heims um ból í lokin.

Barðstrendingafélagið er stöndugur félagsskapur og á eigið félagsheimili við Hverfisgötu. Starfsemi þeirra er ekki hægt að nefna í sömu setningu og Svarfdælingasamtökin í Reykjavík sem eru svo slök til heilsunnar að þeim tókst ekki einu sinni að skrapa nægum mannskap í þorrablót í ár!

(Haukur Sigvalda tók nokkrar myndanna sem fylgja greininni …).

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s