Fagnaðarfundur á Hrafnistu

Jón Sigurbjörnsson leikari fékk Svarfdælasýsl heimsent til sín á Hrafnistu í Reykjavík. Hann treysti sér ekki til að koma á útgáfusamkomuna í Salnum en bókina varð hann að sjálfsögðu að fá og ljómaði af ánægju með prentgripinn í höndum.

Það kom svo á daginn að Friðrik Stefánsson, tæknimaður Ríkisútvarpsins til áratuga og hljóðmaður í Landi og sonum, er nýlega kominn á Hrafnistu. Hann sat þar í anddyri og las laugardagsblöðin þegar sendiboði Svarfdælasýsls forlags mætti þangað með sendingu fyrir Jón stórleikara. Friðriki var útveguð bók í snarheitum svo þeir félagar stæðu jafnfætis á Hrafnistu. Þeir félagar hafa þekkst í áratugi og unnu margsinnis saman í leikritagerð í Útvarpshúsinu við Skúlagötu og síðar í Efstaleiti, annar sem leikari en hinn sem tæknimaður handan glersins við tól og tæki fyrir hljóðupptökur.

Stemningin var dálítið sérstök á Hrafnistu fyrir hádegi í gær, 21. október. Kjörfundur utan kjörstaðar hófst kl. 11 og Jón Sigurbjörnsson var að setja sig í stellingar að kjósa til Alþingis þegar gesti bar að garði með Svarfdælasýsl. Hann hafði miklu meiri áhuga á bókinni en kosningunum þegar á reyndi. Það er vel skiljanlegt.

  • Ljósmyndir og myndband: Haukur Sigvaldason.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s