Troðfullur Norðurslóðasalur á Akureyri

Veitingasalur Norðurslóðar við Strandgötu á Akureyri yfirfylltist fyrir kl. 17 í dag og öllum tiltækum stólum var bætt við í snatri. Þétt var setinn Svarfaðardalur á bókarkynningunni og stemningin varð bara þéttari fyrir vikið.

Elsa Stefánsdóttir gerði sér ferð úr Skagafirði til að ná sér í bók, Birna Bjarnadóttir og Haukur Ingibergsson, Kópavogsbúar til áratuga, tryggðu sér Svarfdælasýsl sem fyrstu bók nýs heimilis síns á Akureyri.

Svona gerðust nú ævintýrin í dag og þau urðu fleiri.

Ágúst Guðmundsson, leikstjóri Lands og sona og Aðalsteinn Bergdal, leikari á Akureyri til margra ára og ráðsmaður Norðurslóðasetursins, hittust og höfðu um nóg að skrafa. Þeir léku nefnilega saman á sviði fyrir margt löngu. Alli hélt áfram að leika en Ágúst renndi sér í kvikmyndagerð með firna góðum árangri. Þeir mundu enn í dag frasa af sviðinu áratugum síðar.

Þröngt máttu sáttir sitja í sal þessa stórmerkilega Norðurslóðaseturs sem opnað var í janúar 2017 að frumkvæði Arngríms B. Jóhannssonar flugstjóra af Göngustaðaætt. Sjálfur var hann því miður fjarverandi, staddur á alþjóðlegri norðurhjararáðstefnu í Reykjavík. Hans var vitanlega sárt saknað í dag en hjartans kveðjur fær hann hér og nú frá stórfyrirtækinu Svarfdælasýsli forlagi sf. og þakkir fyrir salarkynnin og kaffið!

Þakkir og kveðjur fá líka góðir grannir í Dalnum frá í den, systkinin í Brekku í okkar tíð: „Gamla Brekka“ skálar fyrir „gömlu Jarðbrú“ stóð á merkimiðanum. Hlý og falleg kveðja sem gladdi mjög. Takk Guðrún Þóra, Sigurlaug Anna, Steinunn Elva & Klemenz!

PS.

Við náðum mynd af Ingibjörgu Helgadóttur sinnum þrjár. Ingibjörg Helgadóttir ættmóðir frá Jarðbrú, Ingibjörg Fríða Helgadóttir, sonardóttir hennar, og Ingibjörg Helgadóttir frá Másstöðum í Skíðadal hittust að formlegri kynningu lokinni. Að sjálfsögðu var augnablikið fest í minni myndavélar.

Hjartans þakkir, kæru vinir og gestir í Norðurslóðasetrinu, fyrir komuna, spjallið, faðmlögin og viðskiptin!

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s